Hafði áhyggjur af því hvar best væri að geyma vinningsmiðann

Annar vinningshafinn sem vann 17,4 milljónir króna í Lottóinu síðasta laugardag er karlmaður sem keypti miðann sinn í Shellskálanum Austurmörk í Hveragerði.

Hann heimsótti höfuðstöðvar Íslenskrar getspár snemma á mánudagsmorgun til að skila inn vinningsmiðanum enda hafði hann haft miklar áhyggjur af því hvar öruggast væri að geyma hann eftir að hann hafði áttað sig á stóra vinningnum.

Í fyrstu sagði hann að draumurinn væri að geta nú loksins boðið börnunum sínum með sér í ferðalag í aðeins heitara loftslag. Að öðru leyti var allt óákveðið hjá honum enda hefði hann alltaf hugsaði mest um að styrkja við íþróttir í landinu með því að spila í Lottó.

Hinn vinningshafinn er kona sem keypti miðann sinn í gegnum Lottóappið. Hún hafði nýverið fest kaup á íbúð og sagði það ólýsanlega tilfinningu að geta nú strax borgað vel inn á lánið sitt.

Fyrri greinDrottningin í Dalnum – Ættarsaga úr Árnessýslu
Næsta greinDagur íslenskrar tungu og tónlistar í eina sæng