Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur ákveðið að hafna beiðni Sunnlenskrar orku ehf. vegna umsóknar um rannsóknarleyfi í Grændal.
Sveitarstjórn leggst gegn veitingu leyfisins á sömu forsendum og Sveitarfélagið Ölfus eins og sunnlenska.is hefur greint frá.
Að sögn Guðmundar Ármanns Péturssonar, sveitarstjórnarmanns í Grímsnes- og Grafningshreppi, þá var það sameiginlegur skilningur í sveitastjórninni að fylgja bæri aðalskipulagi. Ennfremur litu menn svo á að málið væri á forræði Ölfushrepps og Hveragerðis.