Hafnar mótmælum íbúa

Hreppsnefnd Hrunamannahrepps hafnar mótmælum íbúa í norðurbænum á Flúðum um niðurfellingu á skólaakstri úr hverfinu.

Íbúar norðurbæjar á Flúðum afhentu hreppsnefnd Hrunamannahrepps undirskriftarlista 15. september þar sem þeir mótmæltu niðurfellingu á skólaakstri á Flúðum m.a. vegna þess að öryggi skólabarna sé ekki tryggt.

Hreppsnefnd hefur nú tekið fyrir þetta erindi íbúanna og hafnar því að öryggi barnanna sé ekki tryggt. Börnin séu einnig mikið á ferðinni á öðrum tímum dagsins m.a. vegna félags- og æskulýðsstarfs. Umtals­verðir fjármunir sparist við niðurfellingu akstursins sem séu t.d. nýttir til að auka umferðaröryggi á Flúðum.

Þá telur hreppsnefnd að sambærileg sveitarfélög séu ekki með viðlíka skólaakstur innan þéttbýlis.

Fyrri greinLeggst gegn áformum um virkjun í Ölfusá
Næsta greinAdólf ráðinn útibússtjóri