Hellisheiði og Þrengslum hefur margoft verið lokað á síðustu vikum vegna veðurs og hafa margir velt því fyrir sér hvar sú ákvörðun er tekin.
Aðspurður segir Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Suðursvæðis hjá Vegagerðinni, að í grófum dráttum sé það þannig að vaktstöð Vegagerðarinnar í Hafnarfirði taki ákvörðun um lokun í samráði við lögreglu í gegnum 112.
„Þetta er metið út frá veðri. Það er vakt allan sólarhringinn í vaktstöðinni, alla daga vikunnar, þar sem fylgst er með veðri og færð og ákvarðanir teknar um aðgerðir í snjómokstri og hálkuvörnum,“ segir Svanur.