Í nýrri skýrslu um sjúkrahús í nágrenni Reykjavíkur kemur fram að ástæða sé til að auka starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frekar en hitt.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Guðrún Karlsdóttir, verkfræðingur og sjúkraliði, hefur gert fyrir sveitarfélög og samtök þeirra á þjónustusvæðum kragasjúkrahúsanna.
Í skýrslunni kemur fram að fæðingar og skurðaðgerðir séu talsvert ódýrari í þeim sjúkrahúsum sem um ræðir, það er í nágrenni Reykjavíkur, en á Landspítalanum. Þetta er þvert á staðhæfingar í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins frá í desember þar sem fullyrt er að spara megi 1,4 milljarða króna með því að flytja aðgerðirnar til Reykjavíkur.
„Þetta er í samræmi við það sem við höfum verið að halda fram í viðræðum okkar við ráðuneytið,“ segir Esther Óskarsdóttir staðgengill framkvæmdastjóra HSu í samtali við Sunnlenska.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT