Hagnaður af rekstri bæjarins eykst

Hagnaður af rekstri Hveragerðisbæjar og stofnana hans var jákvæður um 284 milljónir króna á síðasta ári, fyrir afskriftir og fjármagnsliði, samkvæmt ársreikningi sem kom til fyrri umræðu á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Heildartekjur A og B hluta námu alls 1.675 milljónum króna á tímabilinu. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs var neikvæð um 14 milljónir sem skýrist af auknum fjármagnsgjöldum, m.a. vegna afskrifta krafna hjá innheimtumanni og verðbótum lífeyrissjóðsskuldbindinga.

Veltufé frá rekstri nam rúmum 205 milljónum króna eða 12,2% af heildartekjum. Þá er handbært fé frá rekstri samstæðu 204 milljónir króna.

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, segir þetta jákvæða þróun. „Þetta er gríðarlega sterkt og hefur ekki verið jafngott til fjölda ára hér í Hveragerðisbæ,“ segir hún og bætir við að jákvætt sé að geta greitt hraðar niður skuldir sveitarfélagsins og að hlutfall skulda sé innan marka eða 143,5%

Fyrri greinFjölmenn firmakeppni á Flúðum
Næsta greinUpplýsingaskiltum komið upp