Hestabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands fagnar nú í haust 10 ára starfsafmæli og verður af því tilefni að blásið til afmælishátíðar fimmtudaginn 3. nóvember.
Veislan fer fram í reiðhöll Hestamannafélagsins Sleipnis og hefst dagskráin kl. 17:00.
Nemendur hestabrautarinnar hafa undanfarið æft að kappi og verða með sýningu sem mun gefa áhorfendum góða mynd að því fjölbreytta og skemmtilega starfi sem þar fer fram. Nemendur, kennarar og aðrir aðstandendur brautarinnar vilja að þessu tilefni bjóða öllum áhugasömum að koma og njóta skemmtilegrar sýningar jafnframt því að kynnast starfi brautarinnar.
Allir eru velkomnir.
Kennsla við brautina hófst í september 2006 fyrir tilstilli Landsbanbands hestamanna og nokkurra áhugasamra aðila á Suðurlandi. Þennan fyrsta vetur voru tólf nemendur sem voru ákveðnir brautryðjendur í því sem koma skildi. Ljóst var strax á fyrstu árum að mikil ásókn væri í nám að þessu tagi og hafa að jafnaði 15 – 20 nýir nemendur byrjað á hverju ári en á brautinni og eru að jafnaði um 30 nemendur ári í heild sinni.
Nemendur fá verklega kennslu í bæði reiðmennsku og flestum öðrum þáttum er viðkoma hestamennsku, en jafnframt eru bóklegar kennslustundir þar sem farið er yfir fræðilega þætti og þeir tengdir við praktíska nálgun.
Í fyrrahaust, skólaárið 2015-2016 var í fyrsta sinn kennt eftir nýrri námskrá fyrir hestabraut sem gefur möguleika til stúdentsprófs. Vorið 2016 útskrifuðust svo frá FSu, í fyrsta sinn á Íslandi, nemendur með stúdentspróf af hestabraut.