Í tilefni af degi umhverfisins þann 16. september verður Sveitarfélagið Árborg með viðburði í Hellisskógi samvinnu við Skógræktarfélag Selfoss og Hallskoti í samvinnu Skógræktarfélag Eyrarbakka.
Dagskráin í Hellisskógi hefst kl. 16:45 við minnisvarðann á bökkum Ölfusár. Gengið er inn í skóginn eftir nýjum stíg sem skógræktarfélagið hefur lagt í sumar í samstarfi við vinnuskólann ásamt því að vígja ný æfingatæki sem hafa verið sett upp eftir stígunum. Öllum gefst færi á að prófa nýju æfingatækin en þau verða opin almenningi allt árið um kring.
Félagar í skógræktarfélagi Eyrarbakka taka á móti gestum í Hallskot frá kl. 18:00 og sýna áhugasömum svæðið en þeir hafa unnið að snyrtingu og gróðursetningu á svæðinu í sumar. Kl. 19:30 mun svo skógræktarfélag Eyrarbakka og Sveitarfélagið Árborg skrifa undir samstarfssamning um svæðið ásamt því að gróðursetja plöntu í Hallskoti í tilefni af degi umhverfisins. Allir velkomnir, heitt á könnunni og bakkelsi í boði.