Hálf milljón frá hreppnum

Hollvinir Grímsness hafa fengið styrk upp á hálfa milljón króna frá sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps til að halda hátíðina Brú til Borgar 25. og 26. júní nk.

Að auki fá Hollvinirnir afnot af Félagsheimilinu Borg án endurgjalds vegna hátíðarinnar.

Gunnar Þorgeirsson, oddviti sveitarstjórnar, segir starfsemi Hollvina Grímsness hafa verið til fyrirmyndar og að sveitarstjórn sé ánægð með framkvæmdina. Það var því sjálfsagt að veita þeim umbeðinn styrk líkt og venja hefur verið.

Þó hátíðin sé nátengd sveitarfélaginu þá hefur sveitarfélagið engin afskipti af hátíðinni né gerir hún kröfur til framkvæmdaraðila og segir Gunnar að sveitarstjórn leggi það algerlega í hendurnar á Hollvinum hvernig undirbúningur og framkvæmd hátíðarinnar er.

Fyrri greinTjaldurinn kominn í Sandvík
Næsta greinReiðtygjum stolið á Selfossi