Alls kærði lögreglan á Suðurlandi 48 ökumenn fyrir að aka of hratt í umdæminu í liðinni viku.
Af þeim voru fimmtán V-Skaftafellssýslu þar sem skammvinn hláka og auðir vegir virtust virka hvetjandi á hraða ökutækja og uppgjör posa eftir vaktina hljómaði upp á rúma hálfa milljón.
Tuttugu óku of hratt í Árnessýslu og reyndist einn ökumaður undir áhrifum fíkniefna og bíður nú niðurstöðu mælinga í blóðsýni sem sent var til rannsóknar. Tíu voru teknir fyrir hraðakstur í Rangárvallasýslu.