Hálfber á rölti við Reykholt

Björgunarsveit Biskupstungna var kölluð út um klukkan þrjú í nótt til að leita að hálfberum karlmanni sem hafði yfirgefið hús í Reykholti.

Maðurinn var ber að ofan og því lítt búinn til útivistar auk þess sem hann var nokkuð ölvaður.

Maðurinn fannst um klukkan hálf fimm í nótt og var þá á gangi í vegkanti fyrir austan Reykholt. Honum varð ekki meint af útiverunni.

Fyrri greinReiður þorrablótsgestur á gangi í Kömbunum
Næsta greinAnna Pálmey 103 ára