Hálfur bekkur í húsasmíði

Árið 2007 voru 24 nýnemar á húsasmíðabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands. Árið 2008 fækkaði um helming. Í vetur varð algjört hrun með einungis fimm nýnemum.

Í húsasmíði er miðað við 12 nemendur í hvern bekk. Nemendur voru á því bili til ársins 2004 eða til upphafs húsnæðisbólunnar þegar fjöldinn tvöfaldaðist.

Nemendafjöldinn í öðrum iðngreinum skólans hefur nokkurn veginn haldist sá sami en hafa ber í huga að uppsveiflan var hvergi eins afgerandi og í húsasmíðinni.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinSamfylking og Vg saman í Ölfusi
Næsta greinSkuldlítill Flóahreppur skilar rekstrarafgangi