Hin árlega hátíð Halló Helluvað verður sunnudaginn 31. maí kl. 13:00. Þetta er í fimmtánda skiptið sem Anna María og Ari á Helluvaði bjóða til þessa fagnaðar.
Þá verður kúnum hleypt út í sumarið með tilheyrandi hoppi og skoppi, eða eins og þeim einum er lagið.
Allir eru velkomnir og verða veitingar í boði, svo sem ábrystir með kanil, einnig ætlar Sláturhúsið á Hellu að bjóða gestum upp á að smakka á þeirra dýrindis afurðum.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að koma, þá er Helluvað í Rangárþingi ytra, keyrt um Helluþorp til að komast að bænum.