Ökumaður bifreiðarinnar sem valt út af Suðurlandsvegi í grennd við Þjóðólfshaga á þriðjudag í síðustu viku reyndist vera hálsbrotinn.
Um hádegi á þriðjudag var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi þar sem ökumaður jepplings hafði misst stjórn á bíl sínum sem valt nokkrar veltur.
Auk ökumanns voru tveir farþegar í bifreiðinni, allt ítalskir ferðamenn. Öll þrjú voru flutt með þyrlu á slysadeild Landspítala.
Þar kom í ljós að ökumaður var hálsbrotinn en farþegar með minniháttar áverka.
Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn slyssins.