Meðferðarheimilið Hamarskot í Flóahreppi var meðal þeirra sem fengu í dag styrk úr Minningarsjóði Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur. Sigurður Ingi Sigurðsson í Hamarskoti tók við styrknum.
Hamarskot – meðferðar og búsetuúrræði fyrir ungmenni í vímuefnavanda, fékk 200.000 króna styrk. Hann mun nýtast til uppbyggingar á smiðju fyrir unglingana þar til að auka starfshæfni þeirra og þekkingu og þannig auka möguleika þeirra til að takast á við lífið eftir meðferð.
Stjórn minningarsjóðsins vill koma sérstökum þökkum á framfæri til Fiskbúðar Hólmgeirs sem keypti treyju Arons Pálmarssonar landsliðsmanns í handbolta, en Aron er verndari minningarsjóðsins og gaf treyjuna sem boðin var upp og þakkir stjórnin einnig fyrir það. Stjórnin vill líka koma sérstökum þökkum til þriggja fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu sem styrktu sjóðinn samtals um 1,3 milljónir króna.
Minningarsjóður Sigrúnar Mjallar er í vörslu Íslandsbanka á Kirkjusandi. Kennitala sjóðsins er: 550113-1120. Reikningsnúmer: 596-26-2.