„Honum hefur verið stolið um helgina, líklega á föstudaginn. Hans er sárt saknað. Ég ætlaði ekki að trúa því að það væri búið að stela hananum þegar ég fór að vitja um hænurnar.
Það hefur ekki minkur drepið hann því það er allt í lagi með allar hænurnar og engar fjaðrir að sjá,“ segir Helga Sif Sveinbjarnardóttir, sem býr í Sóltúni á Eyrarbakka um hanann sinn Gullkamb, sem hefur verið stolið.
„Gullkambur er ekki bara fallegur heldur sérstaklega gæfur enda stendur hann stundum á höfðinu á mér. Hann tók þátt í Landnámsdeginum á Skeiðunum fyrr í sumar og í Blóm í Bæ í Hveragerði,“ bætir Helga Sif við.
Hún er í síma 848- 7703 ef einhver veit um Gullkamb eða afdrif hans.