Handaflið í hávegum haft

Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við útsýnispallinn á sjóvarnargarðinum við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.

Handaflið er í hávegum haft við framkvæmdir á garðinum því stórvirkar vinnuvélar komast illa að. Þá er sjóvarnagarðurinn að innanverðu frá því um 1870 og því um miklar menningarminjar að ræða sem skal nálgast skal af virðingu og varfærni.

Í morgun voru við störf á sjóvarnargarðinum í blíðunni á Bakkanum þeir Siggeir Ingólfsson og Elías Ívarsson.

Fyrri greinÞrastarlundur breytist í Bistro
Næsta greinÁlfheiður sýnir Línuna