Brotist var inn í íbúð og geymslur í Þorlákshöfn síðastliðinn mánudag. Einn var handtekinn vegna málsins og er það til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Lögreglan stöðvaði tíu ökumenn í upphafi vikunnar fyrir hraðakstur, sá sem hraðast ók var á 129 km/klst hraða. Einn var á ferðinni próflaus undir áhrifum áfengis og eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu og var það slysalaust.
Nú er sá árstími runninn upp að hálka er farin að gera vart við sig, auk þess að farið er að skyggja snemma og algert myrkur er að nóttu til. Því vill lögreglan beina því til ökumanna að fara vel yfir bifreiðar sínar og kanna sérstaklega ljósabúnað.