Síðdegis á föstudag barst lögreglunni tilkynning um að hestur hafi verið skotinn með ör í beitarstykki í Sandvíkurhreppi, sunnan við Selfoss
Í kjölfarið framkvæmdi lögregla húsleit í nágrenni Selfoss og naut við það aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Við húsleitina var grunaður einstaklingur handtekinn auk þess að hald var lagt á boga, örvar og nokkurn fjölda eggvopna.
Málið er til meðferðar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi og miðar rannsókn vel.