Tveir menn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku vegna brota sem þeir frömdu þar. Við rannsókn kom í ljós að þeir höfðu komið við sögu austan fjalls um nóttina.
Á Hellu er talið að þeir hafi brotist inn í íþróttahúsið Útskála og einnig komu þeir við í Hveragerði og stálu hlutum úr ólæstum bílum. Að lokum eru þeir grunaðir um að hafa komið við í Fjölbrautaskóla Suðurlands og stolið nokkrum úlpum. Málin eru í rannsókn.
Hins vegar er óupplýst innbrot í gaskútageymslu verslunar Vegamóta við Landvegamót aðfaranótt síðastliðins fimmtudags eða föstudags. Þaðan var stolilð sex 10 kílóa smellugaskútum og ekki er vitað hver var þar að verki.