Það var líf og fjör í Tónlistarskóla Árnesinga í dag en skólinn fagnar sextíu ára afmæli í ár, stofnaður 1955.
Opið hús var í skólanum í Flóahreppi, á Flúðum, Stokkseyri, í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Selfossi.
Þar voru haldnir fjölmargir tónleikar en flestir nemendur skólans komu fram í tilefni hátíðarhaldanna.
Sjá nánar viðtal við Helgu Sighvatsdóttur, aðstoðarskólastjóra, í Sunnlenska fréttablaðinu í þessari viku.