Selfyssingurinn Fanney Svansdóttir heklar barnaskó og selur til styrktar krabbameinsfélaginu í marsmánuði.
„Ég hef mjög gaman af handavinnu, finnst gaman að prjóna og hekla og mér datt í hug að nota þetta áhugamál mitt til að láta gott af mér leiða. Slá tvær flugur í einu höggi, hlýja litlum tásum og styðja við gott málefni“ sagði Fanney í samtali við sunnlenska.is.
Skórnir eru úr ull og koma í stærðum 0-24 mán. Verðið á skónum er 2.500 krónur en af þeim fara 1.000 krónur í efniskostnað.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um skóna hér.
Fanney Svansdóttir ásamt dóttur sinni Rán.