Hannes Kristmundsson látinn

Hannes Kristmundsson, garðyrkjubóndi í Hveragerði, lést á jóladag 67 ára gamall. Banamein hans var krabbamein.

Hannes barðist m.a. fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar og stóð fyrir uppsetningu krossanna við Kögunarhól til minningar um þá, sem látist hafa í umferðinni á Suðurlandsveginum.

Eftirlifandi kona hans er Sigurbjörg Gísladóttir. Synir þeirra eru þrír, Gísli Jón sem er látin, Kristmundur Stefán og Sigurður Elí. Hannes og Sigurbjörg eiga fimm barnabörn.

Fyrri greinNýtt lag og myndband frá RetRoBot
Næsta greinBuster fann lykt út um gluggann