Enginn slasaðist alvarlega þegar fólksbíll og jeppi óku saman á Austurvegi á Selfossi síðdegis í dag.
Jeppanum var ekið út á Austurveginn frá Fossnesti inn í hliðina á fólksbílnum sem ók í austurátt.
Ökumennirnir voru einir í bílunum og sakaði ekki. Jeppinn skemmdist töluvert en var ökuhæfur. Fólksbíllinn er hins vegar ónýtur.