Einn hlaut minniháttar meiðsli í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á gatnamótum Tryggvagötu og Engjavegar á Selfossi eftir hádegi í dag.
Bílarnir komu úr gagnstæðri átt inn á gatnamótin. Ökumaður annars bílsins hugðist beygja til vinstri inn á Engjaveg en ók þá inn í hlið hins bílsins.
Ökumennirnir voru báðir einir í bílum sínum og hlaut annar þeirra meiðsli á hönd. Bílarnir eru báðir mikið skemmdir.