Harður árekstur í Þorlákshöfn

Harður árekstur varð við hringtorgið í Þorlákshöfn um þrjúleytið í dag. Minniháttar meiðsli urðu á fólki en báðir bílarnir eru stórskemmdir.

Hálka var á vettvangi eins og víða á vegum í Árnessýslu.

Í hádeginu í dag velti ökumaður bíl sínum við Tannastaði undir Ingólfsfjalli. Hann missti stjórn á bíl sínum í hálku. Maðurinn var fluttur á slysadeild í Reykjavík en var ekki mikið slasaður. Bifreiðin er hinsvegar töluvert skemmd.

Lögreglan brýnir fyrir fólki að festa þunga hluti í bílum sínum því þungur steðji flaug útúr bíl mannsins í veltunni.

Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum og mikil hálka víða á Suðurlandi. Lögreglan hvetur vegfarendur til að fara varlega í umferðinni og búa bifreiðir sínar fyrir akstur í hálku.

Fyrri greinAfmælishátíð á Laugalandi
Næsta greinRjúpnaskyttur gómaðar í þjóðgarðinum