Ökumaður fólksbifreiðar slapp án meiðsla þegar hann ók á kyrrstæða bifreið í vegarkantinum á Suðurstrandarvegi í Selvogi í morgun.
Kyrrstæða bifreiðin hafði bilað og var skilin eftir í vegkantinum gegnt akstursstefnu, án ljósa eða viðvörunarþríhyrnings.
Lögreglan segir mikið ábyrgðarleysi að skilja ökutæki eftir með þessum hætti á óupplýstum vegi í myrkri og misjöfnu skyggni.
Talsverðar skemmdir urðu á báðum bílunum.