Haraldur hættir í sögu-og minjanefnd

Haraldur Júlíusson frá Akurey í Landeyjum gefur ekki kost á sér til endurkjörs í sögu- og minjanefnd Héraðssambandsins Skarphéðins og sat því sinn síðasta fund með nefndinni í síðustu viku.

Haraldur hefur átt sæti í nefndinni í 22 ár og þar af formaður í 21 ár. Þess má geta að Haraldur tók fyrst sæti í stjórn Umf. Njáls fyrir 60 árum og átti sæti í stjórn félagsins flest árin frá 1954 til 1996.

Í lok fundar fékk Haraldur blóm frá meðnefndarfólki og forystu HSK og var honum þakkað áratuga gott starf fyrir HSK.

Fyrri greinÁrsþing HSK haldið á Borg
Næsta greinNíu í framboði hjá D-listanum í Árborg