Harður árekstur á Eyrarbakkavegi

Ljósmynd/BÁ

Harður árekstur tveggja bíla varð við gatnamót Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar um klukkan hálf fjögur á laugardaginn. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðum áttum.

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu þurftu að beita þurfti klippum til þess að ná einni manneskju út úr öðrum bílnum en alls voru fimm manns í bílunum.

Sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands fluttu alla fimm til skoðunar á slysadeild.

Talsverða olíu og brak þurfti að hreinsa af veginum áður en hægt var að opna hann að nýju fyrir umferð.

Fyrri greinNíutíu börn í sumarlestri á Selfossi
Næsta greinSölvi framlengir við Selfoss