Harður árekstur á Suðurlandsvegi

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Harður árekstur tveggja jeppa varð á Suðurlandsvegi skammt frá Landvegamótum á sjötta tímanum í dag.

Suðurlandsvegi var lokað í kjölfar slyssins en hann hefur nú verið opnaður aftur. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, lenti á Selfossi til móts við fjóra sjúkrabíla sem fluttu slasaða úr árekstrinum og einn sjúkrabíll flutti slasaðan til Reykjavíkur.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins en snjókoma og varhugaverð færð var á veginum.

Fyrri grein„Glöð og þakklát fyrir þennan viðurkenningarvott“
Næsta greinÞór áfram í bikarnum – Selfoss úr leik