Harður árekstur á Suðurlandsvegi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Harður árekstur tveggja bíla varð á Suðurlandsvegi við Uppsali í Flóahreppi á þriðja tímanum í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi voru samtals fimm í bílunum tveimur og var fólkið flutt til skoðunar á slysadeild á Selfossi. Meiðsli þess hafi þó virst minniháttar.

Bílarnir eru báðir mikið skemmdir og hestakerra sem annar bíllinn dró hafnaði utanvegar. Suðurlandsvegur var lokaður á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig á vettvangi en hann hefur nú verið opnaður á nýjan leik.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins.

Fyrri greinHugmyndadagar um hringrásarhagkerfið
Næsta greinRíkisábyrgð á 1.490 milljarða króna?