Harður árekstur varð á Þjórsárdalsvegi á Sandártungu á ellefta tímanum í morgun þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið.
Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu um slysið klukkan 10:23 og fóru lögregla og sjúkralið á vettvang ásamt tækjabíl frá Brunavörnum Árnessýslu í Árnesi.
Sex einstaklingar voru fluttir með sjúkrabifreiðum til aðhlynningar á sjúkrahús. Þrír á Landspítalann í Fossvogi og þrír á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er að svo stöddu ekki talið að um alvarleg meiðsl séu að ræða.
Loka þurfti Þjórsárdalsvegi um tíma en hann hefur verið opnaður aftur.
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins.