Harður árekstur varð á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar um klukkan 15 í dag, þar sem tveir fólksbílar rákust saman.
Mikill viðbúnaður var vegna slyssins en meiðsli fólks munu vera minni en óttast var í fyrstu. Tækjabíll frá Brunavörnum Árnessýslu í Þorlákshöfn kallaður á vettvang en ekki kom til þess að beita þyrfti klippum til að ná fólki út úr bílunum sem báðir eru stórskemmdir.
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins.