Harma stöðuna sem komin er upp

Aðalstjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis. Ljósmynd/Aðsend

Miðflokksfélag Suðurkjördæmis harmar þá stöðu sem upp er komin í kjördæminu. Stjórnin er einhuga um að dvelja ekki við það sem liðið er, heldur horfa til framtíðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis sendi frá sér í gær.

„Miðflokkurinn býr yfir dýrmætum mannauði, öflugu og einhuga fólki sem hefur verið og er tilbúið að leggja mikið á sig til að vinna að framgangi stefnu og málefnum flokksins,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Fyrri greinHelga Guðrún og Engilbert sæmd Heiðurskrossi ÍSÍ
Næsta greinÁflug olli straumleysi á Selfosslínu 2