Sveitarstjórn Mýrdalshrepps harmar það upplausnarástand sem er í heimavistarmálum Fjölbrautaskóla Suðurlands og krefst þess að nemendum úr Vestur-Skaftafellssýslu verði sköpuð viðunandi aðstaða til náms í FSu.
Sveitarfélögin í sýslunni hafi staðið að uppbyggingu skólans til jafns við önnur sveitarfélög á Suðurlandi.
Sveitarstjórn telur að tíminn til að koma á fjarnámi fyrir nemendur svæðisins nú í haust sé of skammur til að sá kostur sé raunhæfur, en lýsir sig reiðubúna til að skoða allar leiðir til framtíðar fyrir nemendur úr sýslunni.
Þá óskar sveitarstjórn eftir því að forvarsmenn skólans mæti strax til fundar með foreldrum og nemendum og kynni þeim það sem í boði er fyrir nemendur skólans í haust.
TENGDAR FRÉTTIR:
Ekki gert ráð fyrir heimavist við FSu