Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands lýsir miklum áhyggjum af boðuðu verkfalli kennara í
Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Kennarar í Kennarasambandi Íslands við FSu munu hefja verkfall á morgun, þriðjudag, hafi kjarasamningar ekki náðst fyrir þann tíma.
„Ekki þarf að fjölyrða um þau alvarlegu áhrif sem verkfall getur haft á nám og stöðu nemenda og fjölskyldna þeirra,“ segir í bókun sem var samþykkt á síðasta fundi skólanefndar. Nefndin harmar að kennarar neyðist til að beita verkfallsvopni og hvetur samningsaðila til að ganga til samninga tafarlaust.