Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Kötluseturs í Vík í Mýrdal. Hún tekur við starfinu nú í ágústmánuði af Völu Hauksdóttur, sem hverfur á vit nýrra ævintýra.
Harpa er vel kunnug Mýrdalnum, en hún ólst þar upp og er að koma aftur heim til Íslands eftir 17 ára búsetu erlendis.
Hún er með BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands, mastersgráðu í alþjóðatengslum frá Institut Barcelona Estudis Internacionals, diplómapróf í verkefnastjórn og fyrirtækjarekstri og leiðsögumannapróf frá Leiðsöguskólanum.
Erlendis hefur Harpa tekist á við ýmis verkefni; hún var meðal annars verkefnastjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Níkaragva, framkvæmdastjóri GeoThermHydro í Chile og nú síðast verkefna- og mannauðsstjóri hjá Nisum Chile.