Talsverðar deilur hafa spunnist vegna samnings Tungufljótsdeildar Veiðifélags Árnesinga við Lax-á ehf um veiðiréttindi í neðanverðu Tungufljóti í Biskupstungum.
Deilt er um leigusamning sem sumir landeigendur segja gerðan í óþökk við sig en meirihluti veiðiréttarhafa samþykkti samninginn við Lax-á. Þá eru einnig deilur um áhrif sleppinga á laxaseiðum í Tungufljótið á silungastofninn í ánni.
Fjallað er ítarlega um málið í Sunnlenska fréttablaðinu. PANTA ÁSKRIFT