Háskólafélag Suðurlands hlaut á dögunum 250 þúsund króna styrk úr Glókolli, sjóði sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra úthlutar úr tvisvar á ári til verkefna og viðburða á málefnasviðum ráðuneytisins.
Styrkinn fær Háskólafélagið til uppsetningar og kynningar á frumkvöðlasetrum á Suðurlandi. Frumkvöðlasetrin kallast Hreiður og eru þau staðsett víða um Suðurland.
Verkefnið felur í sér að kynna hugmyndafræðina í nágrenni setranna í því skyni að auka vitund frumkvöðla og íbúa á þeirri aðstoð og aðstöðu sem þar er veitt auk þeirrar samvinnu sem á sér stað milli Hreiðra.
Tvö önnur verkefni hlutu styrk í haustúthlutun Glókolls, en samtals var úthlutað einni milljón króna.