Háskólar landsins standa að kynningu á háskólanámi hér á landi í Fjölbrautarskóla Suðurlands næstkomandi fimmtudag, þann 13. mars milli klukkan 12 og 14.
Samtals bjóða háskólar landsins upp á um 500 námsleiðir í grunn- og framhaldsnámi.
„Fulltrúar skólanna verða á staðnum í FSU á þessum tíma, svara öllum mögulegum og ómögulegum spurningum, útskýra nýjungar í náminu og gefa gott lesefni,” segir Björg Magnúsdóttir, verkefnastjóri Háskóladagsins í samtali við sunnlenska.is.
„Við hvetjum alla, bæði menntaskólanema, sem og almenning á Suðurlandi, til þess að mæta og kynna sér það háskólanám sem er í boði á Íslandi í dag,” segir Björg. „Það er margt spennandi í boði, allt frá heilsuhagfræði til hestafræði, sagnfræði til skapandi tónlistarmiðlun og eiginlega allt þar á milli. Sem sagt ýmsir mögulegar sem eru vel þess virði að kynna sér.”
Háskóladagurinn er haldinn í 10. skipti í ár.