Hátíðarstund í Hallskoti

Í gærkvöldi var skrifað undir samning milli Sveitarfélagsins Árborgar og Skógræktarfélags Eyrarbakka þar sem skógræktarfélaginu er falin umsjón með Hallskoti, 5,3 hektara ræktunarsvæði í Eyrarbakkamýri.

Félagar í skógræktarfélaginu tóku á móti gestum í Hallskoti síðdegis í gær og sýndu áhugasömum svæðið en þeir hafa unnið að snyrtingu og gróðursetningu þar í sumar.

Í gærkvöldi var svo skrifað undir samstarfssamning um svæðið ásamt því að gróðursetja plöntur í Hallskoti í tilefni af degi umhverfisins, sem var í gær.

Meðal markmiða samningsins er að efla skógræktarstarf í sveitarfélaginu og að byggja markvisst upp öflugt og fjölbreytt útivistasvæði í Hallskoti fyrir þá sem njóta vilja útivistar í grónu og fögru umhverfi.

Myndir frá samkomunni má sjá á Menningarstað.

Fyrri greinGamla mjólkurbúið mun rísa í miðbænum
Næsta greinStórbruna forðað í Flóahreppi