Í síðustu viku kærði lögreglan á Suðurlandi 42 ökumenn fyrir að aka of hratt í umdæminu.
Af þeim voru átján á ferðinni í kring um Vík og Kirkjubæjarklaustur, fimm í Sveitarfélaginu Hornafirði, sex í Rangárvallasýslu og þrettán í Árnessýslu.
Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurlandi kært 1.680 ökumenn fyrir hraðakstur. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að í þessum hópi hefur erlendum ferðamönnum fjölgað, en þó ekki náð þeim hæðum sem var fyrir kórónuveirufaraldurinn.