Ljóðabókin „Árleysi alda“ trónir efst á metsölulista Sunnlenska bókakaffisins á Selfossi eftir fyrstu viku desembermánaðar.
Árleysi alda eftir Bjarka Karlsson hlaut verðlaun Tómasar Guðmundssonar í haust. Bókin er með hefðbundnum ljóðum og hefur notið mikilla vinsælda allt frá því hún kom út.
Efstu fimm bækurnar í Sunnlenska bókakaffinu eru:
1. Árleysi alda – Höf. Bjarki Karlsson – Útg. Uppheimar
2. Stúlka með maga – Höf. Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir – Útg. JPV
3. Almanak HÍ – / – Útg. Háskólaútgáfan
4. Vísindabók Villa – Höf. Vilhelm Anton Jónsson – Útg. JPV
5. Lygi – Höf. Yrsa Sigurðardóttir – Útg. Veröld