Frá og með 1. maí verður byrjað að innheimta bílastæðagjald á Þingvöllum, eða 500 krónur fyrir einkabíl, 3.000 krónur fyrir rútur með tuttugu farþega eða fleiri, 1.500 krónur fyrir minni rútur og 750 krónur fyrir ferðamannajeppa.
Gjaldheimtan fer fram í gegnum sérstakan búnað á þremur bílastæðum í þjóðgarðinum eða við gestastofuna á Hakinu, á þingplaninu við neðri enda Almannagjár og á gamla Valhallarplanið.
Gjaldið gildir í sólarhring.