Skýrsla landlæknisembættisins um úttekt á starfsemi hjúkrunarheimilisins Kumbaravogs var lögð fram á fundi bæjarráðs Árborgar í morgun.
Bæjarráð óskar eftir því við velferðarráðuneytið að fá að fylgjast með framvindu úrbóta á staðnum og ítrekar áhyggjur af stöðu mála hvað varðar hjúkrunar- og dvalarrými á svæðinu, ekki síst í ljósi ört vaxandi þarfar.
Á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrými á Suðurlandi eru 89 einstaklingar, þar af 50 í Árnessýslu.