Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann fyrir gripdeild og þjófnaði í verslunum á Selfoss í vor. Maðurinn stal fjórum pakkningum af Estée Lauder kremi úr Lyfju, samtals að verðmæti rúmlega 56 þúsund króna.
Þaðan fór hann í Hagkaup á Selfossi og stal tveimur Calvin Klein ilmvatnsglösum og fleiru.
Maðurinn viðurkenndi brot sín skýlaust en hann hefur margoft áður sætt refsingu, þar af fjórtán sinnum fyrir þjófnað og gripdeildir, síðast í febrúar.
Var maðurinn nú dæmdur í 90 daga fangelsi, óskilorðsbundið vegna fyrri dóma.