Heiðin lokuð

Hjálparsveit skáta í Hveragerði við lokunarpóst hjá hringtorginu við Hveragerði. Ljósmynd/Landsbjörg

UPPFÆRT KL. 11:00: Búið er að opna á milli Selfoss og Hveragerðis. Grafningurinn er opinn. Kanna á stöðuna á Hellisheiði klukkan 13.

UPPFÆRT KL. 17:00: Búið er að opna Hellisheiði fyrir umferð.

———

Hellisheiði var lokað klukkan hálf fimm í nótt og einnig þjóðveginum milli Selfoss og Hveragerðis.

Næstu upplýsingar um færð á milli Selfoss og Hveragerðis koma klukkan 10 en skoða á stöðuna á Hellisheiði klukkan 13.

Grafningurinn er einnig lokaður, sem og Þingvallavegur og Lyngdalsheiði.

Á helstu vegum á Suðurlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir og skafrenningur víða.

Fyrri greinHeiðin opnuð eftir 44 klukkustunda lokun
Næsta greinBikarglíma á Hvolsvelli á laugardag