Heiðin og Þrengslin lokuð

Mynd úr safni. Ljósmynd/BFÁ

UPPFÆRT 12:59: Búið er að opna Þrengslin en Hellisheiði er ennþá lokuð.

————–

Hellisheiðin og Þrengslin eru lokuð vegna veðurs og verður staðan metin með morgninum, þegar veður fer batnandi.

Ófært er á Lyngdalsheiði. Þæfingsfærð er á milli Hveragerðis og Selfoss, á Festarfjalli, norðan við Þorlákshöfn og víðar.

Á flestum leiðum er skafrenningur og skyggni slæmt.

Fyrri greinFjölbreytt atvinnutækifæri í Árborg
Næsta greinSjógangur og sandfok við Vík