Búið er að loka Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði. Suðurstrandarvegur er opinn en þar er hálka og snjóþekja og mjög hvasst.
Suðurstrandarvegur er á óvissustigi, sem og Lyngdalsheiði, og má búast við lokunum þar síðar í dag. Þá er Suðurlandsvegur milli Markarfljóts og Víkur á óvissustigi frá klukkan 10 til 17 og Suðurlandsvegur milli Kirkjubæjarklausturs og Kvískerja klukkan 10 til 18.
Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi og appelsínugul viðvörun tekur við frá klukkan 11 til 17. Þegar líður á morguninn þykknar upp og byrjar að rigna.