UPPFÆRT KL. 00:28: Búið er að opna Hellisheiði og Þrengsli en Sandskeiðið er ennþá lokað.
UPPFÆRT KL. 00:31: Búið er að opna Sandskeiðið. Hálka er í Þrengslum og hálka og þoka á Hellisheiði.
——
Vegagerðin hefur lokað þjóðveginum yfir Hellisheiði og einnig Þrengslum og Sandskeiði vegna veðurs.
Þessum leiðum var lokað á ellefta tímanum í kvöld en unnið er að því að opna og munu næstu upplýsingar koma um miðnættið.
Hríðarveður er á Hellisheiði, 13 m/sek og 19 m/sek í hviðum. Ennþá hvassara er í Þrengslunum og á Sandskeiðinu.